Verðskrá

Fasteignir, skip og bátar

Við sölu fasteigna, skipa og báta greiðir seljandi 3% af söluverði (lágmark 570.000) ásamt virðisaukaskatt ef um almenna sölu er að ræða. Ef um einkasölu er að ræða þá er gjaldið 2% (lágmark 470.000 kr).
Umsýslugjald sem kaupandi greiðir er kr 115.000,- auk vsk. 

Afla- og krókahlutdeild

Við sölu afla- og krókahlutdeilda greiðir seljandi 1,5% af heildarsöluverði á kaupsamningi ásamt VSK. Kaupandi greiðir 1% af hlutdeildarkaupum.


Við skipti á aflahlutdeild, með eða án aflamarks, sem Aflmark ehf annast, greiða báðir aðilar 1,5% af söluverðmæti þess sem þeir láta frá sér, auk virðisaukaskatts, og alls útlagðs kostnaðar.

Afla- og krókaaflamark

Kaupandi og seljandi greiða 0,5% af söluverðmæti, auk virðisaukaskatts, vegna sölu á aflamarki sem Aflmark ehf annast. Lágmarksgjald fyrir hverja miðlun er kr. 26.000, auk virðisaukaskatts.


Þegar sala á sér stað í mörgum pörtum er ekki tekið nema einu sinni lágmarksgjald af seljanda ef heildarsala er undir lágmarksgjaldi. Annars er gjaldfært 0,5% af heildarupphæð ásamt virðisaukaskatt.


Við skipti á aflamarki greiða báðir aðilar 0,5% af því sem þeir láta frá sér.

Grásleppuveiði

Við sölu veiðileyfa, hlutdeilda eða aflamarks í grásleppu eru umboðslaun 2.5% af söluverði. (lágmark 125.000 kr + Vsk).

Fyrirtæki

Við almenna sölu á fyrirtæki um rekstur fiskiskips með aflaheimildum greiðir seljandi 3,5% af söluverði ásamt VSK.


Almenn sala félags og atvinnufyrirtækja 3,5% ásamt VSK af heildarsölu, þ.m.t. birgðir.
Við einkasölu 2% ásamt VSK.

Tæki og tól

Við almenna sölu á tækjum, veiðafærum og búnaði til veiða eða vinnslu, 5,5% af söluverði ásamt VSK.

Kaupendaþóknun eða umsýslugjald við sölu á fyrirtækjum

Þegar um er að ræða kaup á fyrirtækjum í rekstri greiðir kaupandi 0,5% af kaupverði ásamt VSK til Aflmarks ehf fyrir þjónustu sem m.a. felur í sér ýmiskonar ráðgjöf og aðstoð í kringum kauptilboðsgerð, öflunar greiðslumats, gerð verðmats á fasteign kaupanda (ef þannig háttar), þinglýsingarmeðferð kaupsamnings/afsals og allra annara veðskjala sem kaupandi greiðir með við kaupsamning og ábyrgð því samfara að þessi skjöl skili sér á rétta staði, aðstoð við veðflutninga (sé þess þörf) ásamt að annast lögbundna hagsmunagæslu vegna ýmissa mála sem upp kunna að koma í söluferlinu s.s. vegna gallamála, aflýsing og fl.

Skoðun og verðmat

Allar eignir sem teknar eru í sölumeðferð hjá fasteigna/skipasölu ber samkv. 10. gr. löga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa að skoða nákvæmri skoðun af löggildum fasteigna- og skipasala.


Ábyrgð fasteigna- og skipasala er að verða stærri og stærri í þessum efnum og því mikilvægara en fyrr að þessi skoðun fari fram áður en eignir eru settar á skrá.
Allan kostnað vegna þessa verðmats ber eigandi eignar hvort sem eign selst eða ekki í gegnum Aflmark ehf og greiðist fyrirfram samkvæmt samningi.


Ef eigandi kýs að setja eign á söluskrá án þess að söluskoðun fari fram ber hann einn ábyrgð á því ef í ljós koma gallar á eigninni eða kröfur um bætur af hálfu gagnaðila samnings. Enda komi skýrt fram að fulltrúi Aflmarks ehf hafi ekki skoðað eignina.
Slíkar eignir verða merktar sérstaklega í söluskrá.

Fyrir söluskoðun á eignum sem settar eru á söluskrá greiðist tímagjald kr. 25.000/klst. og útlagður kostnaður við verðmatið.


Fyrir verðmat á skipum sem eru ekki sett í sölu reiknast þóknun kr. 125.000, ásamt virðisaukaskatt.


Stimpilgjöld og þinglýsingagjöld

Kaupandi greiðir þinglýsingakostnað af bátum og einnig stimpilgjöld af öðrum fasteignum.
Sjá hér.

Virðisaukaskattur bætist við alla umsýsluþóknun.
Færslugjald Fiskistofu er eingöngu gjaldfært og innheimt af Fiskistofu.

Kaupandi greiðir inn á fjárvörslureikning Aflmarks ehf. 545-4-250703.  Kt: 570408-0380.
Seljandi fær greitt inn á þann reikning sem hann hefur tilgreint þegar allir pappírar eru frágengnir.