Allar eignir sem teknar eru í sölumeðferð hjá fasteigna/skipasölu ber samkv. 10. gr. löga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa að skoða nákvæmri skoðun af löggildum fasteigna- og skipasala.
Ábyrgð fasteigna- og skipasala er að verða stærri og stærri í þessum efnum og því mikilvægara en fyrr að þessi skoðun fari fram áður en eignir eru settar á skrá.
Allan kostnað vegna þessa verðmats ber eigandi eignar hvort sem eign selst eða ekki í gegnum Aflmark ehf og greiðist fyrirfram samkvæmt samningi.
Ef eigandi kýs að setja eign á söluskrá án þess að söluskoðun fari fram ber hann einn ábyrgð á því ef í ljós koma gallar á eigninni eða kröfur um bætur af hálfu gagnaðila samnings. Enda komi skýrt fram að fulltrúi Aflmarks ehf hafi ekki skoðað eignina.
Slíkar eignir verða merktar sérstaklega í söluskrá.
Fyrir söluskoðun á eignum sem settar eru á söluskrá greiðist tímagjald kr. 25.000/klst. og útlagður kostnaður við verðmatið.
Fyrir verðmat á skipum sem eru ekki sett í sölu reiknast þóknun kr. 125.000, ásamt virðisaukaskatt.